Sautjánda febrúar síðastliðinn stóðu list- og verkgreinahóparnir í 5. bekk fyrir leiksýningunni Ísland – Vínland. Að þessu sinni fóru Íslendingar frá Grænlandi árið 1000 og námu land í Ameríku eða Vínlandi. Sýningin var falleg og vel unnin saga um vináttu og fordóma gagnvart því ókunna.
Á sviðinu mátti sjá Víkinga, vitlausa kalla, ambátt og þræl,indjána, veiðimenn, stríðsmenn, völvu og vitra spákonu og flutt var framandi tónlist í bland við íslensk þjóðlög, dansaður vikivaki og indjánagleðidans. Leikmyndin var unnin af smíði og myndmennt en þar var meðal annars, skógur, indjánatjald og varðeldur. Allir skemmtu sér hið besta, foreldrar, starfsfólk og aðrir nemendur. Hér eru myndir af sýningunni.