Tara og Kári að taka á móti viðurkenningu hópsins.

Viðurkenning fyrir piparkökuhús 8.KG

Tara og Kári að taka á móti viðurkenningu hópsins.Nemendur 8.KG fengu viðurkenningu fyrir piparkökuhús sem þau gerðu og sendu í piparkökuþorpið í Smáralindina.  Hér er mynd af Töru Sóley og Kára að taka við viðurkenningu fyrir piparkökuhúsið í Smáralindinni. Þau unnu inneign í Skemmtigarðinn og fleira í Smáralindinni. Flott hjá þeim.

Foreldrar og nemendur 8. bekkjar KG hittust í byrjun aðventu til að baka piparkökuhús, setja saman og skreyta.  Hópurinn hittist í eldhúsi Digraness frá kl. 18 til 21 en afraksturinn varð heilt piparkökuþorp með aðalgötu og kirkju, þorpið Álfheimar og kirkjan Álfakirkjan.Spiluð voru jólalög og foreldrar komu með smárétti á hlaðborð sem snætt var yfir spjalli, heitu kakói og piparkökum 🙂 

Nemendur og foreldrar fóru sáttir heim eftir gott dagsverk og Álfheimar verða vistaðir í Digranesi yfir jólahátíðina.

alfheimar8balfakirkjan

Posted in Eldri fréttir.