Heilir og sælir foreldrar og aðstandendur nemenda á unglingastigi Álfhólsskóla.
Næstkomandi miðvikudaginn kemur Magnús Stefánsson í skólann með forvarnarfræðslu fyrir unglingadeildina gegn vímuefnum. Hann heldur jafnframt fund með foreldrum þar sem hann fer í gegnum svipuð atriði með þeim og nemendunum. Við hvetjum foreldra og aðra aðstandendur nemenda til að mæta því reyndin er sú að fíkniefni eru allt í kring um okkur og börnin í skólanum er ekki örugg gagnvart þessari vá. Þess vegna ríður á árvekni foreldra og að þeir kynni sér málin. Fundur með foreldrum verður miðvikudaginn 2. nóvember kl. 19:30 í stofu 9 í Álfhólsskóla, Hjallamegin.
Dagskráin Maritafræðslunnar er eftirfarandi:
Miðvikudagur 2. nóvember:
8:10: 9. bekkur á sal.
9:50: 8. bekkur á sal.
Miðvikudagskvöld: Í stofu 9. Foreldrar og kennarar velkomnir kl. 19:30.
Fimmtudagur 3. nóvember:
8:10: 10. bekkur á sal.
Kveðja
Skafti