foreldrastefnumotun

Stefnumótunarfundur með foreldrum og forráðamönnum

foreldrastefnumotunStefnumótunarfundur með foreldrum var haldinn í Hjalla þann 14. mars sl. Alls tóku 46 foreldrar þátt í stefnumótunarvinnunni undir stjórn Gylfa Dalmanns, dósents við HÍ og Brynju Dísar Björnsdóttur, verkefnisstjóra Álfhólsskóla. Farið var í svokallaða SVÓT – greiningu þar sem settir voru fram styrkleikar (S), veikleikar (V), ógnir (Ó) og tækifæri (T) í starfi Álfhólsskóla í dag. Hér eru myndir frá fundinum. 

Farið var yfir hvernig sameiningin hefur gengið, hvað hefði gengið vel og hvað má betur fara. Hóparnir skiluð einnig inn hugmyndum að því hvernig þeir sæju foreldra koma að starfi Álfhólsskóla og settu fram skilaboð til stjórnenda. Næstu skef í stefnumótunarvinnu skólans eru eftirfarandi:

  • Vinna úr gögnum foreldrafundar 14. mars
  • Stofna matsteymi með þátttöku foreldra, nemenda og fulltrúum starfsfólks
  • Stilla upp matsáætlun með matsteymi
  • Skv. niðurstöðum 3. janúar 2011
  • Skv. niðurstöðum 26. apríl 2010
  • Skv. niðurstöðum fundarins 14. mars 2011
  • Birta niðurstöður stefnumótunarvinnu skólans það sem af er

 

Stjórnendur Álfhólsskóla þakkar foreldrum kærlega fyrir árangursíkan og góðan fund.

Posted in Fréttir.