Mánudaginn 14. mars verður haldinn stefnumótunarfundur fyrir foreldra og forráðamenn barna í Álfhólsskóla. Fundurinn verður haldinn í sal Hjalla. Gylfi Dalmann, dósent við HÍ og Brynja Dís Björnsdóttir, verkefnastjóri Álfhólsskóla, stýra vinnu fundarins sem hefst klukkan 16:30 og lýkur kl. 19:00. Þátttakendum verður skipt upp í vinnuhópa og er mikilvægt að þátttakendur geti verið með allan tímann. Hér er fundarboðið.

Stefnumótunardagur fyrir foreldra og forráðamenn í Álfhólsskóla
Posted in Eldri fréttir.