Nemendur og starfsfólk yngsta- og miðstigs skemmtu sér vel í skólanum á öskudaginn. Kötturinn var sleginn úr tunnunni í sal skólans og í íþróttahúsi. Farið var í ýmsa bráðskemmtilega leiki, spilað bandý, húllahringsleik, fugladansinn og ásadans. Í stofunum voru saumaðir öskupokar, búnar til grímur og krakkarnir fóru í ýmsa leiki. Allir komu í búningum sem voru mjög flottir og skemmtu sér mjög vel eins og sjá má á myndunum.