Lestrarkeppni innan Álfhólsskóla var haldin þann 17. febrúar í sal skólans. Þar komu saman 9 nemendur úr 7. bekk og voru þar valdir tveir aðalmenn og tveir varamenn sem æfa nú af kappi fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem verður haldin í Salnum í Kópavogi þann 8. mars. Erfitt var að gera upp á milli nemenda en á endanum urðu þessi hlutskörpust. Aðalmenn: Fannar Ingi Fjölnisson og Sandra Erlingsdóttir. Varamenn: Helga Mikaelsdóttir og Aron Breki Heiðarsson. Nemendur í 5. bekk hlustuðu ásamt Skólastjórnendum og nokkrum kennurum og foreldrum. Tekið skal fram að nemendur í 5. bekk voru mjög hljóðlát og duglegir áheyrendur. Hér sjáum við nokkrar myndir.