Bekkjarfulltrúanámskeið

Bekkjarfulltrúanámskeið

Foreldrafélag Álfhólsskóla hefur ákveðið að halda námskeið fyrir bekkjarfulltrúa miðvikudagskvöldið 2. febrúar kl. 20:00 til 22:00
Fyrirlesari er Helga Margrét Guðmundsdóttir, tómstunda og félagsmálafræðingur.
 
Á námskeiðinu verður farið yfir hlutverk bekkjarfulltrúa og hvernig hægt er að virkja foreldra betur til samstarfs og þátttöku í foreldrafélaginu og skólastarfinu. Bæði bekkjarfulltrúar og varamenn þeirra eru boðaðir á námskeiðið. Mjög nauðsynlegt er að sem flestir mæti.
 
Á undan námskeiðinu frá 19:30 til 20:00 verður fundur foreldrafélagsins með bekkjarfulltrúum á sama stað.
Námskeiðið verður í salnum í Digranesi

Posted in Fréttir.