Í dag 24. nóvember var Saman í sátt dagurinn í Álfhólsskóla. Vinabekkirnir hittust. Nemendur nutu þess að eiga vini úr öðrum bekkjum. Vinirnir tóku í spil, föndruðu, bjuggu til skutlur og fóru saman í skutlukeppni, sungu saman vinalög, heimsóttu hvors annars heimastofur og spjölluðu. Vinabekkjaárgangarnir voru eftirfarandi: 1. og 10.bekkur, 2. og 6. bekkur, 3. og 7. bekkur, 4. og 8.bekkur og síðast 5. og 9. bekkur. Ekki var að sjá annað en að allir fengu að njóta sín sem best þegar þeir hittu sína vini í vinabekkjunum. Hér verða myndir frá deginum settar inn mjög fljótlega.