Haustmót Álfhólsskóla var haldið 23. nóvember 2010. Mótið er fyrsta skákmót Álfhólsskóla og markar að því leyti tímamót. Heildarsigurvegari varð hinn efnilegi Dawid Kolka, en hann hefur einmitt verið mjög duglegur bæði að æfa og keppa undanfarin misseri. Sannast þar hið fornkveðna, að æfingin skapar meistarann. Veitt voru verðlaun fyrir efstu sæti, sem hér segir:
Drengir
Gull: Dawid
Silfur: Róbert Leó
Brons: Pétur Olgeir
Stúlkur
Gull: Tara Sóley
Silfur: Karen Ýr
Brons: Elísa Sól
Framundan er svo Jólamótið, og fjölmörg mót eftir áramót, bæði innan og utan skólans. Skólinn mun senda lið í Sveitakeppni Kópavogs, þar sem við eigum titil að verja í yngri flokki (sem Hjallaskóli vann í fyrra). Við stefnum á að senda lið á Íslandsmót stúlknasveita 5. febrúar, þar eigum við einnig titil að verja. Íslandsmót barnaskólasveita er áætlað 26. febrúar og Íslandsmót grunnskólasveita 9 .apríl, skólinn mun einnig senda lið á þau mót.
Kveðja, Smári Rafn