Viðbragðsáætlun vegna óveðurs

Álfhólsskóli vinnur eftir áætlun SHS og sveitarfélaganna. Stuðst er við viðbúnaðarstig 1 (foreldrar fylgi börnum í skóla) og 2 (skólahald fellur niður). Áríðandi er að foreldrar fylgist með tilkynningum og fari að tilmælum. SHS kappkostar að koma tilkynningum tímanlega á framfæri við fréttastofur útvarpsstöðva (RÚV og Bylgjuna) og helstu fréttamiðla á vefnum (mbl.is og visir.is) og er miðað við að tilkynning berist þeim eigi síðar er 7:30 að morgni sé tekin ákvörðun um viðbúnaðarstig við upphaf skóladags.

Símkerfi skóla eru að öllu jöfnu ekki undir það búin að anna miklu álagi og er foreldrum því bent á að fylgjast með tilkynningum og afla upplýsinga í fjölmiðlum, á heimasíðum skóla og á www.shs.is.

Foreldrar skulu ævinlega leita eftir staðfestum tilkynningum yfirvalda um viðbúnaðarstig en forðast að láta stjórnast af mati nemenda á aðstæðum.

Skólinn er alltaf opinn á óveðursdögum nema tilkynnt sé sérstaklega að svo sé ekki. Skólinn birtir tilkynningar til foreldra á heimasíðu eins fljótt og unnt er og/eða í tölvupósti.

English and other languages