Sálfræðiþjónusta

Tveir sálfræðingar starfa við skólann í hlutastarfi, Sólveig Norðfjörð og Erlendur Egilsson.
Sálfræðingar sinna nemendum ýmist að ósk skóla eða forráðamanna.
Skólinn vísar nemendum aðeins til sálfræðings að gefnu samþykki forráðamanna.
Forráðamenn leita til umsjónarkennara hafi þeir í hyggju að leita þjónustu skólasálfræðings.
Umsjónarkennari vísar erindinu til nemendaverndarráðs sem síðar vísar erindinu áfram til sálfræðings.
Starfstími sálfræðinga er eftirfarandi: Sólveig Norðfjörð er við á þriðjudögum frá 8:00 – 16:00 í Hjalla.
Erlendur Egilsson er við á fimmtudögum frá 8:00 – 12:00 í Digranesi.