Nemendastjórn

Samkvæmt 10. gr. laga um grunnskóla skal nemendafélag starfa í grunnskólum sem á m.a. að vinna að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum þeirra.
Nemendastjórn er ráðgefandi í stjórnun skólans og tveir fulltrúar þess eru jafnframt í skólaráði. Nemendastjórn fundar að jafnaði einu sinni í viku á unglingastigi en einu sinni í mánuði á miðstigi. Verkefni nemendastjórnar er að fjalla um öll þau mál sem snúa að velferð og aðbúnaði nemenda skólans. Nemendastjórn til aðstoðar er Tanja Kristín Leifsdóttir.

Starfsreglur nemendastjórnar Álfhólsskóla

 1. Félagið heitir nemendastjórn Álfhólsskóla, skammstafað N.Á.
 2. Stjórnin fundar einu sinni í viku en á í samskiptum þess á milli í gegnum bekkjarrými (e. Google classroom).
 3. Allir nemendur í 8.-10.bekk geta boðið sig fram í nemendastjórn. Þrír til fjórir nemendur í hverjum árgangi sitja í nemendastjórn hverju sinni.
 4. Ekki er heimilt að ræða mál einstakra nemenda á fundum stjórnarinnar.
 5. Brýnt er að fulltrúar nemenda í nemendastjórn séu til fyrirmyndar varðandi hegðun, framkomu og ástundun. Uppfylli nemendur ekki þessi skilyrði fá þeir áminningu og getur í kjölfarið verið vísað úr stjórninni.
 6. Fulltrúar nemendastjórnar geta tekið upp mál á fundum að eigin frumkvæði eða að frumkvæði annarra nemenda í skólanum.
 7. Fulltrúar sýna hver öðrum virðingu og hlusta ávallt á þau mál sem borin eru upp á fundum.
 8. Stjórnin kýs sér formann og fundarritara.
 9. Fundargerðir nemendastjórnar eru birtar á heimasíðu skólans, www.alfholsskoli.is  
 10. Tilgangur nemendastjórnar er að vera ráðgefandi í stjórnun skólans. Verkefni nemendaráðs er að fjalla um öll þau mál sem snúa að velferð og aðbúnaði nemenda skólans.
 11. Tveir fulltrúar nemendastjórnar sitja í skólaráði.
 12. Nemendastjórn berst fyrir rétti allra nemenda óháð vinsældum, stöðu, kyni eða aldri.
 13. Nemendastjórn setur sér framkvæmdaráætlun að hausti ár hvert sem birt er á heimasíðu skólans.  

Nemendastjórn 2019-2020 skipa:

Unglingastig Miðstig
Alexandra Sól Gísladóttir 8. A.H.I. Elísabeth Líf Gunnarsdóttir 6. A.B
Birta Guðrún Helgadóttir 8. A.H.I. Heiðrún Una Hrannarsdóttir 6. A.B
Hugrún Þorbjarnardóttir 8. A.H.I. Hugrún Ragna Bogadóttir 6. A.B
Jenný Dís Guðmundsdóttir 8. A.H.I. Jón Oddur Högnason 6. A.B
Elísa Helga Sigurðardóttir 9. KG Thelma Lind Ásgeirsdóttir 6. A.B
Ingibert Snær Erlingsson 9. KG Ásgeir Bragi Baldursson 7. ÁRÓ
Álfrún Lind Helgadóttir 9. TKL Hjördís Björg Bragadóttir 7. ÁRÓ
Sandra Mulamuhic Alensdóttir 9. TKL Rakel Sara Ólafsdóttir 7. ÁRÓ
Amarachi Rós Huldudóttir 10. PBP Þórunn Helga Mogensen 7. IRS
Oskar Einar Bukowski 10.BB Heiðdís Hrönn Jónasdóttir 7. SÓ
Elí Tómas Kurtsson 10.HGG Ninja Katrín Hreiðarsdóttir 7. SÓ
Sóley Erla Jónsdóttir 10.HGG