Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi fór fram í Salnum á miðvikudaginn 27.maí sl. Keppnin var sett á Degi íslenskrar tungu þann 16.nóvember og markmið hennar er að vekja athygli og áhuga á skólum á vönduðum upplestri og framburði.

Keppnin snýst fyrst og fremst um að allir nemendur hafa lagt markvissa rækt við vandaðan upplestur og framburð og tekið þátt í að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.

Í Salnum komu saman tveir fulltrúar frá öllum 9 grunnskólum bæjarins og lásu brot úr sögunni Stormsker eftir Birki Blæ Ingólfsson, ljóð eftir Jón úr Vör og eitt sjálfvalið ljóð í síðustu umferðinni. Fulltrúar Álfhólsskóla voru Sebastian Sigursteinsson Varon og Styrmir Hugi Sigurðarson. Báðir lesarar stóðu sig mjög vel og voru skólanum og sjálfum sér til sóma. Styrmir Hugi lenti í 2.sæti og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn. Umsjónarkennarar 7.bekkja fá sérstakar þakkir fyrir undirbúning allra nemendanna í vetur.

Til hamingju Álfhólsskóli með frábæra fulltrúa 7.bekkjar.

 

 

 

Posted in Fréttir.