Fjárhúsafjarfundur í 7.bekk

Einn umsjónarkennarinn í 7.bekk býr uppi í Kjós og er með kindur. Í gær vildi þannig til að það var ein kind að bera þegar fjarfundur var að byrja í 7.bekk. Kennarinn nýtti sér tækifærið og hélt fjarfundi í fjárhúsinu, fjárhúsafjarfund, og fengu nemendur því að fylgjast með sauðburði í beinni 😊

Á facebook síðu skólans má sjá örfáar myndir og tvö myndskeið frá umræddum fjárhúsafjarfundi sem nemendur tóku og deildu með okkur.

Posted in Fréttir.