Jólamatur og rauður dagur í Álfhólsskóla

Í dag var rauður dagur í Álfhólsskóla.  Nemendur og annað starfsfólk klæddi sig upp í eitthvað rautt og einhverjir skörtuðu jólasveinahúfum. Í hádeginu bauð skólinn uppá jólamat fyrir alla.  Í boði var hangikjöt, kjúklingalæri, purusteik, reyktur lax, grafinn lax, síld og fleira góðmeti.  Mikið ánægja var með hlaðborðið eins og ætíð og fengu kokkarnir og starfsfólk eldhúsins miklar þakkir fyrir.  Hér eru myndir af jólamatnum. Fyrst eru myndir frá Digranesi 1.-4. bekk og síðan eru myndir frá Hjalla 5. – 10 bekk.  Gleðileg jól. 
Posted in Eldri fréttir.