Bekkjarfulltrúar

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar.

 

5. grein laga Foreldrafélags Álfhólsskóla

 Bekkjarfulltrúar starfa á vegum foreldrafélagsins sem setur þeim starfsreglur. Bekkjarfulltrúar ásamt fulltrúum í skólaráði og stjórn mynda fulltrúaráð foreldrafélagsins. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra og barna og leitast við að treysta samband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar með nánu samstarfi við umsjónarkennara. Stjórn foreldrafélagsins ber ábyrgð á að í upphafi skólaárs séu kosnir tveir fulltrúar forráðamanna og einn til vara úr hverjum bekk til tveggja ára í senn. Í fyrsta bekk eru tveir eða einn kosinn til tveggja ára og einn til eins árs til að stuðla að því að ekki hætti allir á sama tíma.

 


 

Listi yfir bekkjarfulltrúa í Álfhólsskóla er undir Bekkjafulltrúar/bekkjarfulltrúalisti

Posted in Bekkjarfulltrúar.