Með Loga í beinni

Með Loga í beinni

Með Loga í beinniBarnakór Álfhólsskóla tók þátt á skemmtilegu verkefni á jólaönninni. Kórsöngvurum í 4. bekk bauðst að taka þátt „Með Loga í beinni“ í jólasöng með þeim skemmtilegum köppum Hemma og Dengsa og við undirleik hinnar stórskemmtilegu hljómsveit Sniglabandinu. Einnig sungu þau með Sigurði Guðmundssyni úr Memphismafíunni sem söng: Þá mega jólin koma fyrir mér, með ljúfum gítarundirleik. Það var vel tekið á móti okkur í Saga Film með pitsu og safa og Eyþór sviðsmaður sá um að allir vissu hvað þeir ættu að gera og hvernig.  Stúlkurnar fengu svo að fylgjast með þættinum í sal.  
Þetta voru því duglegir söngvarar sem mættu á æfingu í Saga Film fljótlega eftir jólaballið þann 18. desember og mættu svo í beina útsendingu rétt fyrir 8 um kvöldið.
Þeir Hemmi og Dengsi voru í banastuði og mikið hlegið.  Logi minnti þá á að þeim hefði ekki oft tekist að flytja jólalagið sitt hnökralaust öll þessi ár og þeir sögðu honum að sjálfsögðu að lagið ætti að vera svoleiðis.   
Kórsöngvararnir stóðu sig með mikilli prýði og fengu þakkir og hrós fyrir. Hér eru myndir af kórnum.

Posted in Eldri fréttir.