Valið í 8.bekk

Val vorannar 2018 hefur verið fært inn í stundatöflur nemenda. Eftirtaldir valhópar verða í kennslu í 8.bekk:
Heimilisfræði (HEI182), glerlist (GLE182), hárgreiðsla (HÁR182), sjálfstyrking (SJÁ181), sjálfsvörn-strákahópur (SFV181), forritun (FOR182), íþróttaval (ÍÞR181, ævintýraval(leikskólaval) -ÆVI182). Auk þessa mun Pegasus auglýsa möguleika á félagsmálafræðslu (FÉL181) á næstunni. Þar er miðað við að þeir sem voru í FÉL181 á haustönn geti haldið áfram í þeim hóp sem viðbót við annað val.

Það er hópur í zumba í 9. – 10. bekk kl. 14:35 – 15:35 á mánudögum sem nemendur í 8. bekk geta ennþá skrá sig í sem viðbót við annað val kjósi þeir það.

Aðrir valhópar sem voru í boði voru felldir niður þar sem of fáir völdu þá hópa til að unnt væri að kenna þá.

Valtímabil vorannar byrjar mánudaginn 15. janúar.

Í vikunni 15. – 19. janúar geta nemendur óskað eftir endurskoðun á vali. Viðkomandi skrá sínar óskir á lista hjá ritara. Þess ber þó að geta að það eru takmarkaðir möguleikar á að breyta valinu.