Námsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf í Álfhólsskóla

Náms- og starfsráðgjafar skólans eru: Katrín Þorgrímsdóttir (kkatrin@kopavogur.is) og Rakel Sif Níelsdóttir (rakelsif@kopavogur.is). Veturinn 2017-2018 er Katrín í námsleyfi og Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir náms- og starfsráðgjafi (adalheidur@kopavogur.is) leysir hana af.
Rakel Sif Níelsdóttir er staðsett í Hjalla og hefur umsjón með námsráðgjöf á miðstigi en kemur einnig að unglingastigi.
Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir er staðsett bæði í Digranesi og Hjalla og hefur umsjón með námsráðgjöf á yngsta stigi og unglingastigi.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa samkvæmt aðalnámskrá felst í því að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og málsvari nemenda.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru:

Að veita nemendum ráðgjöf við náms- og starfsval með til dæmis áhugasviðskönnun, skipulagri náms- og starfsfræðslu og aðstoða nemendur við val á framhaldssnámi.

Aðstoða nemendur við vinnubrögð í námi til dæmis skipulag, lestraraðferðir, minnistækni og prófundirbúning.

Ráðgjöf vegna persónulega mála í formi einstaklings- og/eða hópráðgjafar.

Einnig eru náms- og starfsráðgjafar í teymisvinnu og sitja í eineltisteymi, áfallateymi, forvarnarteymi og nemendaverndarráði.

Samvinna á milli nemenda og náms- og starfsráðgjafa er grundvöllur þess að ráðgjöfin nýtist nemendum.

Nemendur og/eða forráðamenn geta bókað viðtöl hjá náms- og starfsráðgjafa í gegnum síma eða tölvupóst. Nemendur koma ýmist að eigin frumkvæði eða fyrir milligöngu foreldra og/eða kennara og annarra starfsmanna skólans.