Frístund

Starfsáætlun Álfhóls skólaárið 2018 – 2019

Frístundin Álfhóll er í boði fyrir börn í 1. -4. bekk. Álfhólll opnar þegar skóla lýkur kl. 13:20 og er opin til kl. 17:00. Fyrir börn í 4. bekk er einnig boðið upp á klúbbastarf þar sem boðið er upp á ýmis skemmtileg viðfangsefni. Klúbbastarfið heyrir undir Álfhól og kjósi foreldrar að nýta lengri vistunartíma fyrir börn í 4. bekk er það velkomið.
Sími Álfhóls er 441-3800. Símatími forstöðumanns er alla daga milli kl. 09:00 og 10:00. Einnig má senda tölvupóst á netfangið steinthorandri@kopavogur.is . Í neyðartilfellum má hafa samband í síma 863-6819.
Markmið dægradvalar eru;
• að bjóða nemendum upp á faglegt og skemmtilegt starf í frítíma þeirra.
• að börnin stjórni frítíma sínum sjálf í frjálsum leik innan ákveðins ramma.
• að styrkja börnin félagslega.
• að stuðla að óformlegri menntun um þætti er varða lífið og tilveruna.

Aðstaða
Frístundin Álfhóll hefur aðstöðu bæði í aðal húsnæði skólans í Digranesi og einnig í íþróttahúsinu Digranesi.

Starfsemi
Í Álfhól er lögð áhersla á óformlegt nám (reynslunám og útinám), hópastarf, barnalýðræði og fjölgreindir. Við störfum eftir kenningum John Dewey um reynslunám og lýðræði og Howard Gardner um fjölgreindir.
Hver árgangur er með sína vikulegu dagskrá sem þó er reglulega brotin upp með skemmtilegum viðburðum eins og til dæmis diskó, vettvangsferðum o.fl. Við leggjum ríka áherslu á val og eru valtöflur bæði fyrir inniveru og útiveru. Þar eru ákveðin viðfangsefni sett upp í upphafi hvers dags og eru þau mismunandi eftir dögum. Í vetur verður svo einn hópadagur í viku fyrir hvern árgang þar sem börnin velja sér þann hóp sem vekur mestan áhuga þeirra. Í þessum hópum verður unnið á aðeins formlegri máta og ákveðin viðfangsefni standa til boða. Á öðrum dögum þegar venjulegt val er, verða viðfangsefnin á óformlegum nótum og börnin geta valið og flakkað á milli viðfangsefna að vild.

Síðsdegiskaffi
Síðdegiskaffi í Álfhól fer fram á bilinu 13:20 til 14:00. Nemendur sem eru í Álfhól á þeim tíma greiða ákveðið gjald, samkvæmt galdskrá, á dag fyrir hressingu. Lagt er mikið upp úr því að hressingin sé holl og góð en einu sinni í mánuði, eða síðasta föstudag hvers mánaðar gerum við vel við okkur og bjóðum upp á sætindi og höldum afmæliskaffi fyrir þau börn sem áttu afmæli þann mánuðinn. Þá eru afmælisbörnin lesin upp og í lokin er afmælissöngurinn sunginn.

Heimferðir
Við skráningu barns í Álfhól er merkt inn hvort barnið megi sjálft ganga heim eða hvort það verði sótt. Nauðsynlegt er að virða það sem þið hafið sett fram, ef það þarf að skrá breytingu þarf að senda inn breytingabeiðni á íbúagátt Kópavogsbæjar. Ef til þess kemur að breyta þurfi fyrirkomulagi dag og dag er mikilvægt eða koma skilaboðum til forstöðumanns með símtali á símatíma eða senda tölvupóst, fyrir kl. 12:00. Sé póstur sendur eftir kl. 12:00 er ekki víst að boðin komist til skila. Einnig viljum við biðja foreldra að virða skráðan vistunartíma og bendum einnig á að Álfhóll lokar kl. 17.00. Þegar börnin eru sótt er afar mikilvægt að finna næsta starfsmann og láta vita svo hægt sé að merkja börnin út.

Skipulagsdagar
Álfhóll er opin alla daga sem grunnskólar eru starfandi. Á skipulags og samráðsdögum eru langir dagar þ.e opið allan daginn frá kl. 08:00 til 17:00. Þó er Álfhóll með tvo starfsdaga, einn fyrir áramót og einn eftir. Skólaárið 2018- 2019 eru skipulagsdagar Álfhóls 12. október og 19. mars. Álfhóll er lokaður í vetrarfríum skólanna.

Aukin þjónusta
Sumardvöl er í boði fyrir verðandi nemendur 1.bekkjar tvær vikur í ágúst við upphaf skólaárs. Sérstök skráning er í gegnum íbúagátt Kópavogs fyrir þennan tíma og vísast til gjaldskrár hverju sinni. Jafnframt eru í boði aukadagar um jól, páska og lok skólaárs fyrir nemendur í frístund. Sérstök skráning verður fyrir þessa daga í gegnum íbúagátt Kópavogs og um kostnað vísast til gjaldskrár hverju sinni.