Skólamenningarkönnun

Skólamenningarkönnun er lögð fyrir nemendur í 6.-10.bekk í október/nóvember ár hvert.

Markmið hennar eru að skoða:

  • Hvernig skólabragur er í Álfhólsskóla?
  • Hvernig nemendum líður í skólanum?
  • Hvert umfang samskiptavanda er í skólanum?
  • Hvert umfang eineltis er í skólanum?
  • Hvað skólinn getur gert betur í samskipta- og eineltismálum?

Könnunin er nafnlaus en nemendur fá þó tækifæri til að skrifa nafnið sitt í opin svör ef þeir vilja að skólinn viti hver þeir eru, t.d. ef það er eitthvað sérstakt sem þeir vilja koma á framfæri og ræða nánar. Einhverjir nemendur nýta sér þetta tækifæri ár hvert. Slíkar upplýsingar eru þó aldrei birtar öðrum sem hluti af niðurstöðum. Spurningarlistinn er í sífelldri þróun og endurskoðun árlega.

Niðurstöður eru teknar saman af verkefnisstjóra og kynntar skólaráði, starfsfólki og nemendum. Nemendur rýna svo í niðurstöður í litlum hópum.

Samantekt á helstu niðurstöðum fyrir skólaárið 2019-2020 má nálgast hér.

Samantekt á helstu niðurstöðum fyrir skólárið 2018-2019 má nálgast hér.