Nýjustu fréttir

Skólinn opnar og kennsla hefst í dag

Þar sem verkfalli starfsmanna í Eflingu stéttarfélagi hefur verið aflýst hefst kennsla í Álfhólsskóla í dag, mánudaginn 11.maí samkvæmt stundaskrám. Mötuneyti skólans opna einnig í dag þannig að það verður hádegismatur í boði.

Lesa meira

Hjálmagjöf

Síðastliðinn þriðjudag afhenti Ingibjörg, deildarstjóri yngsta stigs, nemendum í 1.bekk hjálma sem þeir fengu að gjöf frá Kiwanis í Kópavogi. Börnin glöddust innilega og við þökkum góðar gjafir.  

Lesa meira

Verkfall

Húsnæði Álfhólsskóla verður lokað frá og með miðvikudeginum 6.maí vegna verkfalls starfsfólks okkar sem eru félagsmenn í stéttarfélaginu Eflingu. Nánari upplýsingar verða sendar út til foreldra sem fyrst. The school will bee closed from tomorrow, Wednesday, because Efling is on a […]

Lesa meira

Fjárhúsafjarfundur í 7.bekk

Einn umsjónarkennarinn í 7.bekk býr uppi í Kjós og er með kindur. Í gær vildi þannig til að það var ein kind að bera þegar fjarfundur var að byrja í 7.bekk. Kennarinn nýtti sér tækifærið og hélt fjarfundi í fjárhúsinu, fjárhúsafjarfund, […]

Lesa meira

Minecraft í 5.bekk

Nemendur í 5.bekk unnu Minecraft verkefni í Book Creator. Verkefnið teygði sig heim og út í frímínútur þar sem sumir léku sér í hlutverkaleik með Minecraft þema í góða veðrinu. Hér má skoða nokkrar bækur frá nemendum. Minecraft saga Minecraft persónan […]

Lesa meira

Netskákmótin halda áfram

Það hefur verið frábær þátttaka á netskákmótunum upp á síðkastið. Í þessari viku verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin og fá verðlaunahafar gjafabréf frá Ísbúð Vesturbæjar ásamt viðurkenningarskjali og verða verðlaun afhent í skóla viðkomandi nemanda.Hér eru skrefin sem þarf […]

Lesa meira