Nýjustu fréttir

bangsar

Bangsadagur í Álfhólsskóla

Í gær var bangsadagur í Álfhólsskóla og því máttu nemendur og starfsfólk koma með bangsann sinn í skólann.  Margir nýttu sér það og voru bangsarnir hæstánægðir með að fá að sjá skólann okkar.  Mikið var spáð og spekúlerað um útlit og […]

Lesa meira
Haustferðarhópur 5.KP

5. KP í haustlitaferð á Þingvöllum

Hér eru myndir úr síðustu bekkjarferð 5. KP á Þingvelli um þar síðustu helgi sem bekkjarfulltrúarnir skipulögðu. Rigningin var góð enda allir vel klæddir fyrir góðan labbitúr um Lögberg og Nikulásargjá. Virkilega hressandi haustdagur í fallegu umhverfi fyrir þann fína hóp […]

Lesa meira
vetrarfri

Vetrarleyfi í Álfhólsskóla

Kæru nemendur og starfsfólk Álfhólsskóla.Vetrarleyfi verður í Álfhólsskóla mánudaginn 24. október og þriðjudaginn 25. október.  Miðvikudaginn 26. október hefst kennsla samkvæmt stundaskrá að nýju. Að fara í frí endurnýjar sál og líkama. 

Lesa meira
ryming

Brunaæfing í Álfhólsskóla

Skipulögð brunaæfing var haldin í skólanum á miðvikudaginn.  Fóru nemendur og starfsfólk því eftir rýmingaráætlun skólans. Tókst æfingin mjög vel í báðum byggingum og var rýmingartíminn mjög góður.

Lesa meira

Á þjóðminjasafni

Nemendur 5.GK skelltu sér í heimsókn á Þjóðminjasafnið í vikunni. Ferðin er undirbúningur undir þátttöku í Landnáminu sem er þema 5.bekkinga í list- og verkgreinum með samvinnu umsjónarkennara.  Hér eru myndir úr ferðinni.     

Lesa meira
tonleikar3b1

Dýrahljómsveitin hjá tónmenntahópi 1 3. Bekk.

Tónmenntahópur 1 í 3. bekk æfði skemmtilega hljómsveitarútgáfu af laginu „Hvað segja dýrin“ nýtt lag af barnaplötunni Gilli Gill eftir Braga V. Skúlason (baggalút). Krakkarnir komu með hin ýmsu dýr að heiman í hljómsveitarbúninga eins og sjá má á myndunum, hljómsveitin […]

Lesa meira