Pegasus

Í félagsmiðstöðinni Pegasus er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir unglinga í 8.-10.bekk. Opnunartímar eru mánudaga og miðvikudaga frá kl: 17:00-18:30 og 19:30-22:00 og annan hvern föstudag kl: 20:00-22:45. Í Pegasus er boðið upp á fjölbreytt klúbbastarf og fræðslustarf í bland við annað skipulagt starf. Einnig eru stórir viðburðir innan Pegasus, dæmi um þá eru: Náttfatanótt, draugahús, jólaball, árshátíð og lokahátíð.

Hægt er að nálgast mánaðarlega dagskrá inni á heimasíðu félagsmiðstöðva í Kópavogi.

http://felagsmidstodvar.kopavogur.is/

Dagskrá Pegasus í janúar 2018