Laus störf skólaárið 2018 – 2019

Álfhólsskóli óskar eftir starfsfólki fyrir skólaárið 2018-2019

Við í Álfhólsskóla erum að leita að lífsglöðum og áhugasömum starfsmönnum til þátttöku í skemmtilegu skólastarfi.

Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli með um 640 nemendur og 120 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið  lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og skólinn er móðurskóli í Kópavogi fyrir börn af erlendum uppruna. Í Álfhólsskóla eru allir kennarar og nemendur í 5. -10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla lögð á  skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.

Einkunnarorð skólans eru: menntun – sjálfstæði – ánægja.

Ráðningarhlutfall og tími

  • Umsjónarkennarar á miðstigi.
  • Kennara í íslensku sem annað mál.
  • Kennara í stærðfræði og náttúrufræði á unglingastigi.
  • Kennara í íslensku og ensku á unglingastigi.
  • Sérkennarar, 100% störf í sérkennslu á miðstigi og í sérdeild fyrir einhverfa, framtíðarstörf

Ráðningartími er frá 1. ágúst 2018

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ og starfsmannafélagi Kópavogs. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði. Einungis er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Bein slóð á umsóknarsíðu er hér

Upplýsingar gefur Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri eða Einar Birgir Steinþórsson aðstoðarskólastjóri í síma 4413800. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið sigrunb@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin.