Samskipti heimilis og skóla

Samstarfsáætlun Álfhólsskóla og foreldra, Vinnum saman er að finna hér.

Foreldrasamstarf

Gott samstarf heimila og skóla er ein af forsendum góðs skólastarfs og stuðlar að ánægju og vellíðan nemenda. Til þess að samskipti verði góð og árangursrík þurfa allir starfsmenn skólans og foreldrar að leggja sitt af mörkum. Foreldrar og forráðamenn bera frumábyrgð á uppeldi barna sinna. Skólinn aðstoðar þá í uppeldishlutverkinu og skapar menntunartækifæri. Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni skólans og heimilanna. Öll þátttaka foreldra í skólastarfinu er mikilvæg. Má þar nefna virka þátttöku í foreldrafélagi og bekkjarstarfi. Ýmsir þættir í hinu daglega skólastarfi snúa beint að foreldrum og er ekki síður mikilvægt að þeir séu virkir þátttakendur í þeim hluta, t.d. með því að fylgjast með heimanámi barna sinna, mæta á fundi, s.s. námsefniskynningar og bekkjarkvöld, aðstoða í ferðum og koma með innlegg í kennsluna þegar það á við, t.d. hvað varðar kynningar á starfsgreinum. Skólinn er ávallt opinn foreldrum og forráðamönnum hvenær sem er.

Rannsóknir benda til þess að þegar foreldrar taka þátt í skólastarfi og hafi jákvæða afstöðu til skólans sé frammistaða nemenda betri, sjálfstraust meira og viðhorf nemendanna jákvæðara. Fjarvistir og brottfall úr skólum er minna, kennarar ánægðari, foreldrar skilningsríkari og andrúmsloftið í bekknum jákvæðara.

Markmið foreldrasamstarfs:

  • Að stuðla að gagnkvæmu trausti og árangursríku samstarfi milli skóla og heimils og að virðing ríki milli aðila.
  • Að stuðla að samráði og samvinnu um námsástundun, hegðun, líðan og skólabrag.
  • Að stuðla að gagnkvæmu upplýsingastreymi milli skóla og heimilis.
  • Að virkja foreldra til þátttöku og samvinnu um ýmsa þætti skólastarfsins.
  • Að stuðla að því að foreldrar séu ávallt sem best upplýstir um starfsemi skólans og áherslur í skólastarfinu.

Markmið um foreldrasamskipti úr aðalnámsskrá

Í kafla 7.7 í almennum hluta Aðalnámskrár 2011 segir: ,,Velferð barna og farsæl  námsframvinda byggist ekki síst á því að foreldrar styðji við skólagöngu barna sinna og gæti hagsmuna þeirra í hvívetna, eigi gott samstarf við skóla, veiti skólanum viðeigandi upplýsingar og taki þátt í námi barna sinna og foreldrastarfi frá upphafi til loka grunnskóla.

Upplýsingagjöf milli heimila og skóla og samráð kennara og foreldra um nám og kennslu er mikilvæg forsenda fyrir árangursríku skólastarfi. Skólar bera ábyrgð á að slíkt samstarf komist á og því sé viðhaldið alla skólagöngu barnsins.

Virk hlutdeild og þátttaka foreldra í námi og starfi barna sinna er forsenda þess að foreldrar geti axlað þá ábyrgð sem þeir bera á farsælu uppeldi og menntun barna sinna“.

Samstarfsverkefni Álfhólsskóla og heimilanna
Samráðsdagar
Markmið:

  • að fá nemendur til að vera virka á samráðsfundum
  • að nemendur taki sjálfir ábyrgð á námi sínu og leggi metnað í vinnu sína
  • að upplýsa foreldra um framfarir og gengi barnsins í skólanum

Kynningarfundir
Markmið:

  • að kynna námsáætlanir, markmið og starf vetrarins

Starfamessa:
Markmið:

  • að kynna nemendum fjölbreytta starfsmöguleika í gegnum störf foreldra
  • að auðvelda nemendum val á námsleið í framhaldsskóla
  • að efla tengsl foreldra og nemenda

Foreldrakaffi
Markmið:

  • að treysta samband heimila og skóla
  • að kynnast vinnustað nemandans
  • að hitta aðra foreldra og efla tengsl þeirra á milli

Stefnumótunardagur
Markmið:

  • að foreldrar, nemendur og starfsmenn marki og deili sömu framtíðarsýn á skólastarfið

Fundur að vori fyrir verðandi 1. bekkinga
Markmið:

  • að kynna foreldrum verðandi fyrstu bekkinga starfsemi skólans

Skólapóstur og  mentor
Markmið:

  • að veita foreldrum upplýsingar um starfið í skólanum og einstökum bekkjum

Heimasíða
Markmið

  • að upplýsa foreldra um starfið í skólanum

Heimanám

  • Lestur krefst mikillar þjálfunar og mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn aðstoði börnin við þessa þjálfun alla skólagönguna. Rannsóknir sýna að gott samstarf foreldra og kennara er árangursríkasta leiðin til að tryggja lestrargetu barna (Nanna Kristín Christiansen, 2010)
  • Kennarar í 1. – 10. bekk skrá heimavinnu í mentor til nánari upplýsingar fyrir foreldra
  • Að heimanám komi tímanlega, sé hóflegt að magni og skilað á réttum tíma

Vorhátíð
Markmið:

  • að efla frumkvæði, sjálfstraust og félags- og tilfinningaþroska
  • að efla ábyrgð nemenda sem þátttakenda í hópastarfi
  • að efla sköpunargáfu nemenda og frumkvæði
  • að efla samband milli heimila og skóla

Skólaráð

  • lögum um grunnskóla nr.91/2008

Foreldrafélag Álfhólsskóla

  • Foreldrafélag Álfhólsskóla stendur fyrir viðburðum til að styrkja samstarf skóla og heimila.
  • Nokkrir viðburðir sem foreldrar tengjast hafa fest sig í sessi.  Þar má nefna:
    Ferðir, bekkjarkvöld, jólaskemmtun, öskudagsgleði, vorsýning, landnámshátíð og vorskóli.