Skólaráð

Samkvæmt lögum um grunnskóla frá 2008 skal starfa skólaráð við grunnskóla sem er samstarfsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.

  • Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.
  • Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
  • Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar stærri breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.
  • Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.

Skólanefnd, sbr. 6 gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.“ (Lög um grunnskóla, samþykkt á Alþingi 29. maí 2008, II. kafli, 8.gr.)

Í skólaráð skal skipa níu einstaklinga til tveggja ára í senn:

  • Skólastjóri sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess
  • Tveir fulltrúar kennara.
  • Einn fulltrúa annars starfsfólks en kennara.
  • Tveir fulltrúar nemenda.
  • Tveir fulltrúar foreldra.
  • Einn fulltrúi úr grenndarsamfélaginu sem ofantaldir fulltrúar skólaráðs velja eða einn viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.

Í skólaráði 2018 – 2019 sitja:

Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri
Ágústa Magnea Jónsdóttir ritari
Júlíus Þór Sigurjónsson kennari/tölvuumsjónarmaður
Hildigunnur Jónsdóttir kennari
Sigrún Erla Ólafsdóttir deildarstjóri verkefna
Halla Valgeirsdóttir foreldri
Guðmundur Jónsson foreldri
Elísabet Stefánsdóttir grenndarfulltrúi
Sóley Erla Jónsdóttir 9.bekk
Helga Fanney Þorbjarnardóttir 10.bekk

Starfsáætlun skólaráðs 2018 – 2019.

Starfsáætlun skólaráðs 2017 – 2018.

Fundargerðir

Fundargerð skólaráðs 19.september 2018

Fundargerð skólaráðs 4. apríl 2018

Fundargerð skólaráðs 31. janúar 2018

Fundargerð skólaráðs 25. október 2017

Fundargerð skólaráðs 5. október 2017