Skólakór

Opnað hefur verið fyrir skráningu í skólakór Álfhólsskóla. Í ár verða tveir starfandi kórar í skólanum. Yngri kór fyrir 2.-4.bekk og eldri kór fyrir  5. – 8. bekk. Skólakórinn kemur fram á jóla- og vortónleikum, við ýmis tilefni innan skólans, auk annarra tilfallandi verkefna. Í Skólakórnum er sungin tónlist af ýmsum toga en markmið starfsins er að efla söng nemenda, framkomu, tónlistarþekkingu, nótnalestur og raddbeitingu.

Kórastarfið hefst í vikunni 21.-25.september næstkomandi og verða æfingatímar eftirfarandi :

2.-4. bekkur: Þriðjudagar kl. 13:30 – 14:10 í Digranesi (tónmenntarstofu).
5. – 8. bekkur: Fimmtudagar kl. 14:00 – 14:50 í Hjalla (matsal).

Allir eru velkomnir til þátttöku í Skólakór Álfhólsskóla og hlökkum við til að sjá sem flesta. Kórstýrur eru Elísabet Ólafsdóttir og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir.
Skráning nemenda í Skólakórinn fer fram hér.

Posted in Fréttir.