Grænfáninn

Landvernd afhenti okkur í Álfhólsskóla grænfánann í þriðja sinn við hátíðlega athöfn á skólalóðinni Hjallameginn í dag. Allir nemendur sungu grænfánalag skólans við þetta tilefni. Lagið er samið af Þorbjörgu tónmenntarkennara á yngsta stigi en textinn er eftir nemendur í umhverfisráði.

Grænfánalagið

Hjálpumst að
að gera jörðina að betri stað,
okkar börn eiga skilið það.
Við erum með hana að láni,
þú getur ekki hagað þér eins og kjáni.

 

Á facebook síðu skólans má sjá fleiri myndir frá athöfninni og myndband af söngnum.

Posted in Fréttir.