Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Í dag, 10.september, er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. Af því tilefni fengu lífsleiknikennarar hana Kristínu Fjólu Reynisdóttur, frá Hugrúnu geðfræðslufélagi, til þess að spjalla við 10.bekkinga um geðheilsu, þunglyndi, kvíða og aðra algenga geðsjúkdóma, auk þess sem hún vakti athygli á því hvernig má leita aðstoðar fyrir sjálfan sig og/eða aðra. Eins ræddi Kristín Freyja sérstaklega um það hvernig væri að vera aðstandandi einstaklings með geðsjúkdóm og kom með nokkur góð ráð fyrir aðstandendur.

Nánari upplýsingar um Hugrúnu geðfræðslufélag má sjá á heimasíðu þeirra: http://gedfraedsla.is/

Posted in Fréttir.