Stelpur og tækni

Nokkrar stúlkur úr 9. bekk Álfhólsskóla tóku þátt í viðburðinum Stelpur og tækni. Markmiðið með viðburðinum er að vekja áhuga stúlkna á möguleikum í námi og störfum á sviði tækni. Fyrri hluta dagsins voru vinnusmiðjur í HR þar sem farið var í einfalda vefsíðugerð og skoðuð hugmyndavinna fyrir gerð tölvuleikja. Eftir hádegið fóru stúlkurnar í heimsókn til Microsoft og fengu fræðslu um starfsemi Microsoft á Íslandi og á heimsvísu. Þar fengu þær einnig það verkefni að byggja turn úr ljósritunarpappír sem reyndist hin besta skemmtun.

Posted in Fréttir.