Heimsókn í Fablab 2017

Valhópur í Hönnun smíði fór í gær í heimsókn í Fjölbrautarskólann í Breiðholti þar sem Fablab smiðja er starfrækt. Í Fab Lab smiðjum eru kennd undirstöðuatriði stafrænnar framleiðslutækni; frá þrívíddarhönnun, til framleiðslu hluta og forritunar með hjálp tölvustýrðra tækja og tóla. Kennarar, leiðbeinendur og nemendur eru þjálfaðir til að koma stafrænni framleiðslutækni enn betur inn í skólakerfið og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk til að tileinka sér færni 21. aldarinnar. Við fengum að vinna með leysiskera og unnum litla plötu með skriftinni okkar.  Við létum leysiskerann brenna nafnið okkar í plötu sem hann síðan brenndi í gegn og varð til einskonar nafnspjald.  Áhugavert var að forrita og undirbúa skriftina í tölvu sem sendi síðan upplýsingarnar til skerans sem vann sitt verk auðveldlega.  Þóra Óskarsdóttir tók á móti okkur og kenndi hópnum þessa ferla og þökkum við henni kærlega fyrir. Hér eru nokkrar myndir úr heimsókninni.

 

 
Posted in Fréttir.