Skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskólanum í Álfhólsskóla

Nemendur í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands hafa unnið með 6. bekkingum Álfhólsskóla í sköpun á sjálfstæðu tónverki. Dagskráin var þannig að þau unnu tvo fyrri parta sitt hvorn daginn og hafa síðan verið að vinna saman í morgun.  Eftir hádegi var síðan haldin sýning á verkinu.  Unnið var með tónlistarsköpun, hrynæfingar, hvíslleiki, textagerð, tónlistarflutning o.fl. Þau börn sem eru í hljóðfæranámi komu með hljóðfæri sín en einnig voru notuð alls kyns ásláttarhljóðfæri í tónlistarsköpunina. Afrakstur vinnunnar var sýndur í sal skólans og var foreldrum öðrum miðstigsnemendum og boðið að njóta. Þetta var frábært tækifæri sem krakkarnir fengu svo og frammistaða leiðbeinendanna framúrskarandi.  Sýningin var glæsileg þar sem fór saman mikil virkni og samæfing tókst vel í hvívetna.   Hér eru myndir af sýningunni. 
Posted in Fréttir.