Öskudagsgleði í Álfhólsskóla

Öskudagur var haldinn hátíðlegur á öllum stigum í skólanum.  Boðið var uppá veglega dagskrá og allir mættu í flottum búningum.  Unglingastigið var með félagsvist í bekkjum og dansinn Juju on that beat . Eurovision liðið kom í heimsókn og söng fyrir okkur.  Miðstigið var með fjölbreytta dagskrá.  Bingó, dans, spurningaþrautir og fleira.   Á yngsta stiginu slógu þau köttinn úr tunnunni að vanda.  Allir voru virkir og höfðu gaman að.  Eftir hádegi fóru síðan allir heim en voru vissulega leysir út með nammipoka. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í dag af gleðinni í dag.
Posted in Fréttir.