Samkeppni um endurskinsmerki.

Foreldrafélag Álfhólsskóla í samstarfi við skólann hefur ákveðið að efna til samkeppni um setningu á endurskinsborða. 
Keppnin er tvískipt;  yngra stig (1. – 4. bekkur) og eldra stig (5. – 10. bekkur) og má hver nemandi senda inn að hámarki 3 tillögur.
Nemendur í 1. – 4. bekk geta aðeins sent inn tillögur fyrir yngra stigið og nemendur í 5. – 10. bekk geta aðeins sent inn tillögur fyrir eldra stigið Það sem skiptir máli eru bara nokkrar einfaldar reglur:
•             Tvískipt keppni 1. – 4. bekkur og 5. – 10 bekkur
•             Hver setning/slagorð má ekki vera lengri en 35 stafabil.
•             Tillagan þarf að vera grípandi og  á vandaðri íslensku
•             Verðlaun fyrir bestu tillöguna, 15.000 kr fyrir hvort stig

 Hér eru eyðublöðin um þátttökuna.
 Sjáumst betur í vetur.  Endurskinmerki eyðublað.

                                                                      Kær kveðja,
                                                                      Kristín Andrea

Posted in Fréttir.