Upplestrarkeppnin í Álfhólsskóla

Í morgun voru úrslit í Upplestrarkeppni 7. bekkja í Álfhólsskóla.  Þar mættust 11 flottir fulltrúar bekkjanna. Fluttu þau texta og ljóð að eigin vali.  Þeir sem voru valdir af dómnefnd til keppni fyrir skólans hönd voru þau Helga, Eyrún, Ástþór og Viktoría.  Ástþór á píanó og Helga  á klarinett fluttu tónverk Adele fyrir hópinn og fengu þau mikið lófaklapp fyrir. Skemmtilegt í alla staði og nutum við samvistanna ríkulega hjá þessum frábæru krökkum.  Við vitum það síðan að þau eiga eftir að standa sig frábærlega þegar aðalkeppnin verður haldin í Salnum í Kópavogi.  Hér eru myndir af keppninni í Álfhólsskóla.   
Posted in Fréttir.