Stærðfræðileikar 6. bekkja Álfhólsskóla

Í dag hélt 6.bekkur í Álfhólsskóla upp á alþjóðlega stærðfræðidaginn sem var 5.febrúar síðastliðinn. Af því tilefni var efnt til stærðfræðileika. Árganginum var skipt í 11 hópa sem reyndu í sameiningu að ljúka eins mörgum stærðfræðiverkefnum og þeir gátu. Verkefnin voru af ýmsum toga, t.d. margföldunar og deilingar keppni í Kahoot, reikna út flatarmál skólastofa, helminga og tvöfalda uppskrift að eigin vali, skoða innihaldsefni í nokkrum ólíkum vörum, þrautalausnir, mynda form í umhverfinu o.fl. Við úrlausn margra verkefnanna þurftu nemendur að nota ipad og prófuðu nemendur sig áfram í ýmsum forritum á borð við keynotes, pages og sheets. Sigurvegarar stærðfræðileika hlutu viðurkenningarskjöl í lok dags. Dagurinn vakti mikla lukku hjá nemendum og kennurum!​  Hér eru nokkrar myndir úr vinnu barnanna 🙂

Posted in Fréttir.