Jólafjör í unglingadeild

Í gær var svokallað jólafjör á unglingastigi en boðið var upp á ýmsar stöðvar, þar sem nemendur gátu föndrað, t.d. jólakúlur og tré, málað jólasveina, snjókalla, búið til ýmislegt úr krukkum, hálsmen, litað myndir, skreytt piparkökur, spilað og fleira. Hver nemandi valdi sér tvær stöðvar og óhætt er að segja að mikil jólagleði hafi ríkt hjá okikur í dag. Nemendur og kennarar voru ánægðir með daginn og afraksturinn.  Hér eru nokkrar myndir úr fjörinu hjá okkur.
Posted in Fréttir.