Góð þátttaka í Norræna skólahlaupinu hjá nemendum og starfsfólki Álfhólsskóla

Í dag tóku nemendur og starfsfólk þátt í  Norræna skólahlaupinu. Farið var niður í Kópavogsdal og gátu þátttakendur valið um að hlaupa/ganga niður að Digraneskirkju eða niður að tjörn og til baka. Merkt var við nemendur við tjörnina þar sem þeir sneru við.
Lagt var af stað upp úr kl. 12 og fylgdi hver umsjónakennari sínum bekk niður í dal en eftir það fór hver og einn á sínum hraða. Gengið var um gangbraut neðan Hjallakirkju og þar voru starfsmenn til aðstoðar. Eftir hlaup var boðið uppá ávexti og klakavatn í matsölum skólans og var merkt við nemendur á yngsta- og miðstigi. Nemendur á elsta stigi voru ekki skyldugir til að skila sér upp í skóla að hlaupi loknu heldur var þeim heimilt að fara beint í helgarfrí. Að þessu sinni ætlar Altis að draga út þrjá skóla sem ljúka hlaupinu fyrir 30. september og veita þeim 100.000, kr. inneign sem nýtist þeim til leiktækjakaupa.
Foreldrar voru velkomnir með í hlaupið/gönguna ekki síst þar sem Hreyfivika UMFÍ er í fullum gangi. Veðrið lék við okkur og voru allir hressir af útiverunni.  Hér eru nokkrar myndir úr hlaupinu 🙂

Posted in Fréttir.