Ísrallý unglingastigs á vordögum


Sú nýbreytni var að efna til ísrallýs hjá unglingastigi Álfhólsskóla.  Fyrirkomulagið var þannig að nemendurnir fóru á mismunandi marga staði í leit að besta ísnum að þeirra mati.  Segir ekki sögur af besta ísnum en ferðalagið var töluvert og bragðlaukarnir nýttir til hins ýtrasta.  Samræður um ísbrögð og ísáferð var þó nokkur en niðurstaðan var að ís er góður og sérstaklega þegar gott er veður. Myndin hér að ofan er af einum hópnum í ísferð 🙂
Posted in Fréttir.