Kamionek – Kópavogur


Álfhólsskóli tekur þátt í samstarfverkefni sem fjármagnað er með styrk frá EES. Samstarfsaðili skólans er frá Póllandi. Donata H. Bukowska kennari og fagstjóri Alþjóðanámsveri skólans og Ingibjörg Ólafía Ólafsdóttir myndlistar- og dönskukennari sjá um undirbúning og framkvæmd verkefnisins fyrir hönd skólans.
Verkefnið heitir Saman: Kamionek –  Kópavogur og er ferðinni heitið til Varsjá. Þar munum við starfa með menningarmiðstöð sem sérhæfir sig í vinnu með börnum og unglingum og markmið þeirra er að styrkja stöðu þeirra sem eru í hættu að lenda í aðkasti og útilokun í samfélaginu. Þar munum við hitta börn á aldrinum 10-13 ára.
Samvinnuverkefnið er tengt list-og verkgreinum og mun listamaðurinn Snorri Ásmundsson frá Íslandi fara með okkur. Samvinnuverkefnið endar svo á sýningu í Varsjá.

Hér er hægt að skoða heimasíðu verkefnisins í Póllandi:

Með kveðju J

Posted in Mat á skólastarfi.