Nú lesum við

Í dag kynnum við nokkur lestrarhvetjandi verkefni sem við í Álfhólsskóla ætlum að taka þátt í og hvetjum við  ykkur til að kynna ykkur þau vel.  Fyrst ætlum við að nefna lestrarátak sem hefst í dag, sjá tengil: http://www.visindamadur.com/#!lestraratak/cypb en það er hann Ævar vísindamaður sem stendur fyrir átakinu, með stuðningi margra góðra félaga.  Við ætlum að taka sem flest þátt og skrá allan okkar lestur á þátttökuseðlana og koma þeim í kassa sem varðveittur er á skólasafninu, í báðum byggingum.  Einnig hefst núna um miðjan október annað lestrarátak sem er landsleikurinn „Allir lesa“ sjá tengil: http://bokmenntaborgin.is/allir-lesa-landsleikur-lestri/ en hann verður betur kynntur síðar.  Landsleikurinn er fyrir okkur öll ekki bara nemendur grunnskólanna og væri gaman að sjá Álfhólsskóla sýna hvað hann er stór skóla og lesa mjög mikið sér til yndis og ánægju.  Munið að þetta er leikur fyrir okkur öll og skráning er rafræn eins og í þekktum leikjum eins og „Hjólað í vinnuna“ og „Lífshlaupinu“.

Einnig styttist í spurningakeppnina „Lesum meira „ og munið að allan lestur getið til skráð í lestrarátökunum en keppnin er tvískipt og fer fram í nóvember, nánari tímasetning síðar. Hér getið  þið séð kynningarpésana en þeir eru tveir annar fyrir yngra stigið sem er 4. – 5. bekkur og hins vegar eldra stigið sem er 6. – 7. bekkur.
Bókalisti fyrir 4. – 5. bekk     Bókalisti fyrir 6. – 7. bekk
Að lokum hvetjum við ykkur til að fara á sýningu í Norræna húsinu en þetta er „Páfugl út í mýri“ sjá tengil: http://myrin.is/myrin-2014/dagskra/hatidardagskra/ og eiga saman gæða fjölskyldustund. 

Góða skemmtun

Freydís og Siggerður Ólöf

Skólasafn Álfhólsskóla

 
Posted in Fréttir.