valkyrjur

Ársskýrslur

Markmið með útgáfu ársskýrslu Álfhólsskóla er að gera grein fyrir því fjölbreytta starfi sem fram fer í skólanum og draga fram helstu áherslur í skólastarfinu á hverju skólaári.  Auk þess að fjalla um daglegt starf og veita hagnýtar upplýsingar er lagt mat á árangur, hvað tókst vel til í starfinu og hvað mætti betur fara.  Það er ætlun skólans að þróa þessa skýrslugerð áfram á næstu árum enda er ársskýrslunni ætlað að verða mikilvæg heimild um starf skólans til framtíðar. Að skýrslunni koma kennarar, deildarstjórar, námsráðgjafar, skólastjóri og aðstoðarskólastjóri.
Ársskýrsluna prýða ljósmyndir úr starfi skólaársins sem gefa innsýn í þau margvíslegu viðfangsefni sem nemendur fást við. Skýrslan er send skólaráði, stjórn foreldrafélagsins, skólanefnd Kópavogsbæjar, forstöðumanni fræðslusviðs og deildarstjóra grunnskóladeildar, auk þess er hún aðgengileg á heimasíðu skólans og liggur frammi á skrifstofu hans.

Posted in Skólinn.