Stefnumótunardagur í Álfhólsskóla

bondadagurLaugardaginn 4. maí verður haldinn stefnumótunarfundur með þátttöku starfsfólks, nemenda og foreldra/forráðamanna barna í Álfhólsskóla. Fundurinn verður haldinn í sal Hjalla.  Starfsmenn, nemendur 6. – 10. bekkja og foreldrar/forráðamenn barna í Álfhólsskóla eru boðnir velkomnir á þennan fjórða stefnumótunarfund Álfhólsskóla. Vakin er sérstök athygli á því að nemendur í 6. til 10. bekk eru boðnir velkomnir á þennan fund, en skilyrði fyrir þátttöku þeirra er að foreldri/forráðamaður þeirra taki þátt í fundinum með þeim og skrái barn/börn sín til þátttöku.  
Sigrún Guðmundsdóttir og Hekla Hannibalsdóttir, kennarar, stýra vinnu fundarins sem hefst klukkan 9:00 og lýkur kl. 13:00. Þátttakendum verður skipt upp í vinnuhópa og er mikilvægt að þátttakendur geti verið með allan tímann.
Dagskrá fundarins verður samskipti og samstarf heimila og skóla.
Guðni Olgeirsson, sérfræðingur hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, verður með erindi í upphafi dags og Þorsteinn Guðmundsson leikari og grínisti kemur með innlegg til að brjóta upp dagskrána.
Stýrihópur um stefnumótun Álfhólsskóla mun móta stefnu skólans um samskipti út frá þeim gögnum sem verða afrakstur stefnumótunarfundarins 4. maí. Miðað er við að þeirri vinnu ljúki í lok þessa skólaárs.
 
Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku á netfangið    hekla@kopavogur.is

fyrir klukkan 16:00 fimmtudaginn 2. maí.

Allir starfsmenn, nemendur og foreldrar/forráðamenn sem láta sig skólastarfið varða eru hvattir til að mæta og taka þannig þátt í stefnumótun Álfhólsskóla.
Með kveðju,
Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri
Posted in Fréttir.