Rithöfundarnir Þórarinn og Sigrún Eldjárn í heimsókn

Systkinin Sigrún og Þórarinn Eldjárn

Nemendur á miðstigi hófu vikuna á menningarveislu þegar rithöfundarnir Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn komu í heimsókn. Nemendur 5. bekkja sungu lagið „Álfar“ eftir Magnús Sigmundsson og kváðu síðan stemmuna „Úti um nótt“ eftir Þórarin Eldjárn fyrir okkur og gesti skólans. Þórarinn las upp úr ljóðabókum sínum og Sigrún sýndi hvernig hún vann myndirnar í bók sinni „Forngripasafnið“ og las úr bók sem verður framhald þeirrar bókar en hún heitir Náttúrugripasafnið og hefur hún ekki enn verið gefin út.   Það hefði mátti heyra saumnál detta í salnum svo vel náði Sigrún nemendum með lestri sínum. Þökkum við þessum góðu gestum fyrir komuna. Hér eru myndir frá heimsókn þeirra systkina.

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=71649

Posted in Eldri fréttir.