Vitund og vakning foreldra í Álfhólsskóla

Bekkjarfulltrúanámskeið

Vitund og vakning foreldra í ÁlfhólsskólaNámskeið fyrir bekkjarfulltrúa í Álfhólsskóla var haldið 2. feb. sl.

Helga Margrét Guðmundsdóttir, tómstunda og félagsmálafræðingur flutti fyrirlestur undir heitinu: Vitund og vakning foreldra í Álfhólsskóla.

Kom hún inn á ýmsa þætti er varðar skólastarfið s.s. hlutverk og ábyrgð bekkjarfulltrúa, hver er ábyrgð foreldra, viðbrögð við sparnaði og niðurskurði o.m.fl.
Skipt var í hópa þar sem fulltrúar veltu fyrir sér ýmsum gagnlegum spurningum varðandi skólastarfið s.s. tengsl foreldra og skóla, upplýsingamiðlun, o.fl.
Frekari upplýsingar og niðurstöður hópavinnu verða birtar hér fljótlega.

Margrét bekkjafulltrúi lagði til að einkunnarorð okkar foreldra yrðu: Segjum já áður en við segjum nei! 

Posted in Fréttir.