Skákmenn að tafli

Jólaskákmót Álfhólsskóla

Skákmenn að tafliJólaskákmót Álfhólsskóla fór fram þriðjudaginn 14. desember. Tefldar voru sex umferðir með tíu mínútna umhugsunartíma, og að þeim loknum urðu þessi í verðlaunasætum:
Drengir:
Gull: Dawid, Silfur: Róbert Leó, Brons: Pétur Olgeir
Stúlkur: Gull: Sonja María, Silfur: Tara Sóley, Brons: Karen Ýr

 

Auk verðlaunapeninga voru veittar skákbækur og tölvudiskar fyrir þátttökuna. Heildarsigurvegari mótsins var Dawid, sem sigraði eftir harða baráttu við Róbert Leó. Báðir hlutu þeir fimm vinninga, en Dawid var hærri á stigum. Framundan er svo m.a. hið skemmtilega Jólapakkamót taflfélagsins Hellis, laugardaginn 18. desember. Allir krakkar velkomnir, og ekki er nauðsynlegt að kunna mikið. Hægt er að skrá sig á heimasíðu þeirra: http://www.hellir.blog.is/blog/hellir/

                Gleðileg jól, sjáumst á nýju ári.

Með kveðju,
Smári Rafn Teitsson
smarit@kopavogur.is

S. 570 4150

Posted in Eldri fréttir.