tonlistarmidlun_001

Skapandi tónlistarmiðlun í 7. bekk

tonlistarmidlun_001Allur árgangur 7. bekkjar vann saman í skapandi tónlistarmiðlun í dag. Með þeim unnu tónmenntakennarar sem taka þátt í námskeiði auk nemenda úr Listaháskólanum.   Tónmennta- og tónlistarkennarinn Sigrún Griffiths sem stjórnar deild skapandi tónlistarmiðlunar í Listaháskólanum Guildhall í London er verkefnastjóri.

Hún er tónmennta- og tónlistarkennurum vel kunn fyrir frábær námskeið, auk þess að kenna stundakennslu við Listaháskóla Íslands. Þeir nemendur sem læra á hljóðfæri, mættu með hljóðfærin sín og nýttu þau í verkið. Þar var  samsafn fjölda hljóðfæra s.s. þverflautur, fiðlur, trompetar, hörpur, horn og einnig öllum hinum hljóðfærunum.   Þeir nemendur sem stunda ekki nám í tónlistarskóla nýttu hljóðfærin í skólanum og urðu þannig virkir þátttakendur. Verkefnið gekk út á að búa til og æfa, tónverk í tónum, takti og máli, setja það saman, vinna sem ein heild að frábærri útkomu og flytja svo verkið fyrir áhorfendur. Þetta gafst mjög vel og hefur gefið nemendum mjög mikið. Flutningur verksins var tilkomumikill og skemmtilegur og tóku allir þátt af innlifun.  Hér höfum við safnað saman nokkrum myndum og myndskeiðum af viðburðinum.

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=71649

Posted in Eldri fréttir.