Landnám Íslands

Heimboð 5. bekkinga í list og verkgreinatíma

Landnám ÍslandsHeimboð aðstandenda 5. bekkinga í list og verkgreinatíma í dag tókst með ágætum. Klukkan 10:30 hófst opin æfing í salnum í leiklist og tónlist. Þar sem 5. bekkur lærir um landnám Íslands í vetur hefur orðið úr að vinna með landnámið að einhverju leyti í öllum list- og verkgreinunum. Umsjónar/bekkjarkennarar leggja inn efnið samkvæmt kennsluáætlun. Í leiklist búa þau til leikrit sem þau leika, tónlistarhópurinn flytur tónlist og leikhljóð í sýningunni, í smíði búa þau til landnámsspil og steypa tinskart á búninga, í textílmennt búa þau til sína eigin búninga, í myndmennt vinna þau að leikmynd þegar það hentar og í heimilisfræði búa þau til mat sem talið er að landnámsmenn hafi borðað. Tókst þetta heimboð ágætlega. Krakkarnir stóðu sig að vanda vel og voru mjög áhugasöm.  Stefnt er að því að hafa opna tíma / sýningar / heimboð í lok allra lotanna í vetur og hátíð í maí þegar krakkarnir ykkar verða orðnir sérfræðingar í landnáminu. Myndir af sýningunni.

Posted in Eldri fréttir.